Stykkishólmur

Stykkishólmur, sem er einnig heimahöfn Baldurs og Særúnar, er höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yst á Þórsnesi.

3klst & 15min Áætluð sigling

Byggðin stendur á klettaborgum með flóasundum á milli. Bærinn ber nafn sitt af klettahólmanum Stykki, sem liggur undir aðalbryggjunni. Höfnin er góð frá náttúrunnar hendi þar sem Súgandisey liggur þvert fyrir landi og ver höfnina fyrir norðanáttinni.


Frá Stykkishólmi eru ógleymanlegar skoðunarferðir þar sem hinar fjölmörgu eyjur Breiðafjarðar njóta sín. Almennt má segja að ferðaþjónusta í Stykkishólmi sé mjög fjölbreytt og er þar m.a. boðið upp á veiði á sjó, í vötnum og ám. 

 

Siglingin yfir Breiðafjörð tekur um 2,5 klst og á meðan geta farþegar slakað á og notið útsýnis yfir eyjarnar óteljandi.Yfir sumartímann stoppar ferjan í flestum ferðum í eyjunni Flatey og lengist þá ferðatíminn sem stoppinu nemur.


Vegalengdin frá Reykjavík er um 174 km um Hvalfjarðargöng og Vatnaleið og tekur aksturinn um 2 klst.

 

Gjaldskrá    |    Siglingaáætlun

Bærinn ber nafn sitt af klettahólmanum Stykki