Akranes

Akranes er fallegur bær á Vesturlandi með um 6.600 íbúa. Strandlengjan er mjög fjölbreytt og skemmtileg og er Langisandur þar þekktastur fyrir sinn ljósa sand. Siglingin á milli Reykjavíkur og Akraness tekur einungis um 25 mínútur.

25 min Áætluð sigling

Akranes er ekki síst þekkt fyrir fallega vita en þar eru haldnir ýmsir viðburðir og má þar nefna tónleika og listasýningar og ekki er úr vegi að njóta norðurljósadýrðarinnar með góðu útsýni úr vitanum yfir vetrartímann. Á Byggðasafninu í Görðum er fjöldi gamalla báta, gömul hús og íþróttasafn. Fjöldi góðra veitingastaða er í boði, verslanir, golfvöllur, sundlaug, sjósund, tjaldsvæði og öll almenn þjónusta.

Gjaldskrá    |     Siglingaáætlun

 

Siglingin á milli Reykjavíkur og Akraness tekur einungis um 25 mínútur