Ferðir í boði

Eimskip býður upp á ferðir til einstakra staða á Íslandi sem eru þekktar náttúruperlur. Náttúrufegurð, fjölbreytt fuglalíf, mögnuð jarðfræði, fallegar byggðir og söguleg menning einkenna áfangastaðina. Við bjóðum upp á ferðir til fámennustu eyju landsins og einnig til þeirrar fjölmennustu. Ferðirnar eru fyrir alla aldurshópa og hvetjum við til ógleymanlegrar upplifunar á þessum fallegu áfangastöðum.

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi þar sem íbúar telja um 4.300. Náttúra svæðisins er óviðjafnanleg og setur það á lista yfir þá staði sem nauðsynlegt er að skoða.

Flatey

Flatey er ein af náttúruperlum landsins og byggðin þar alveg einstök. Í eyjunni búa í dag 5 einstaklingar allt árið um kring en á sumrin bætast við ferðamenn og eigendur sumarhúsa.

Brjánslækur

Vestfirðir eru í heild sinni sannkölluð náttúruperla. Þetta er svæði sem allir sem hafa áhuga á ferðalögum innanlands ættu að heimsækja.

Stykkishólmur

Stykkishólmur, sem er einnig heimahöfn Baldurs og Særúnar, er höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yst á Þórsnesi.

Vikingasushi

Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri. Boðið er upp á siglingar allt árið.