Húsin í þorpinu hafa verið gerð upp í þeim litskrúðuga stíl sem þekktur var fyrir um það bil 100 árum síðan. Fyrir ferðamenn er margt að sjá og skoða í eyjunni. Má þar nefna einstaka náttúru, fjölskrúðugt fuglalíf, kirkjuna með málverkum Baltasars, kyrrðina, tímaleysið, gömlu bókhlöðuna, söguslóðir og gamla þorpið. Ef hungrið sækir að er hægt að gæða sér á ljúffengum kræsingum í veitingasal Hótel Flateyjar, fá sér kaffi og kökur í Bryggjubúðinni eða taka með sér nesti og fara í ævintýralega lautarferð með fjölskyldunni.
Litlir landkönnuðir fá jafnframt afhent spennandi fjársjóðskort og geta lagt upp í spennandi leiðangur um eyjuna og leitað að fjársjóðinum í Flatey. Leggðu upp í leiðangur og uppgötvaðu „Fjársjóðinn Flatey“. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Ævintýraleg lautarferð með fjölskyldunni







