Náttúrufegurð, fjölbreytt dýralíf og ekki síst einstök jarðfræði er heillandi samsetning auk öflugrar menningar. Enginn verður svikinn af ferð til Vestmannaeyja þar sem afþreying er allsráðandi hvort sem um er að ræða náttúruskoðun, söfn í hæsta gæðaflokki, útivist, 18 holu golfvöll, sundlaug með glæsilegu útisvæði, úrval veitingastaða, hótela og gististaða eða einfaldlega njóta þess sem mannlífið hefur upp á að bjóða.
Siglingin frá Landeyjahöfn tekur um 35 mínútur en það er aðalsiglingaleið Herjólfs til Vestmannaeyja. Upplagt er að láta fara vel um sig um borð í Herjólfi og nóta ferðarinnar út í Eyjar en á leiðinni er margt sem ber fyrir augum og ekki síst er hægt að fylgjast með afar fjölbreyttu fuglalífi.
Náttúrufegurð og fjölbreytt dýralíf
Landeyjahöfn – Vestmannaeyjar
Aðalsiglingaleið til Vestmannaeyja er til og frá Landeyjahöfn. Höfnin liggur vestan við ósa Markarfljóts í Landeyjum og var tekin í notkun árið 2010. Sigling frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja tekur einungis um 35 mínutur.
Þorlákshöfn – Vestmannaeyjar
Siglt er til Þorlákshafnar þegar Landeyjahöfn er ófær. Þetta á helst við um vetrarmánuði. Siglingatími til Þorlákshafnar er tæpar 3 klukkustundir og er því einungis siglt tvær ferðir á dag.







