Akranes

Það tekur um 30 mínútur að sigla á milli Reykjavíkur og Akranes .

Öll aðstaða um borð er hin þægilegasta og ekki síst útisvæðið þar sem á þilfari eru bekkir fyrir þá sem kjósa að njóta stórbrotins útsýnisins og ferska sjávarloftsins á meðan á ferðinni stendur.

Ferjan var smíðuð í Noregi árið 2007 og hefur verið í þjónustu á Bergen svæðinu. Ferjan sem mun bera nafnið Akranes er 22,5 metrar á lengd, 7,6 metra á breidd og tekur 112 farþega, reiðhjól og barnavagna. Hún er í flokki háhraðaskipa og getur náð allt að 35 sjómílna hraða á klst.

Akranes

Tölulegar upplýsingar

Skipið er 118 brúttótonn að stærð. Lengd þess er 22,5 metrar og breidd þess 6 ,7metrar. Skipið hefur tvær vélar hvor þeirra er 1.080 KW. Ganghraði skipsins er mestur 35 sjómílur, sem þýðir að það tekur um 30 mínútur að sigla á milli Reykjavíkur og Akranes . Í skipið komast 112 farþegar í hverja ferð auk reiðhjóla og barnavagna.

Skipið er mjög vel búið af siglingatækjum og björgunarbúnaði.