Baldur

Ferjan siglir yfir fjörðinn allt árið um kring

Ferjan Baldur er oft kölluð brúin yfir til Vestfjarða. Ferjan siglir yfir fjörðinn allt árið um kring. Á sumrin siglir ferjan Baldur daglega ein ferðir yfir Breiðafjörðinn frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Það er því hægt að fara í dagsferð frá Stykkishólmi í eyju í 2,5 tíma eða jafnvel nýta sér eitthvað af gistimöguleikunum og njóta eyjunnar í lengri tíma. Fyrir þá sem ferðast með bíl, er mögulegt að senda bílinn á undan sér yfir fjörðinn á meðan stoppað er í Flatey. Þetta er mjög hentugur kostur fyrir þá sem eru t.d. að ferðast til Vestfjarða en vilja upplifa stemninguna og allt það sem Flatey hefur upp á að bjóða. (Hundar eru leyfilegir og er sér svæði fyrir eigendur og hunda) 

Tölulegar

Skipið er 2050 brúttótonn að stærð.

Mesta lengd er 68,40 m.

Breidd 13,00 m.

Ganghraði skipsins er að meðaltali 14,5 sjómílur. 

Sigling skipsins tekur u.þ.b 2klst og 10min yfir fjörðinn.

Núverandi farþegaleyfi er bara fyrir 142 farþega Bíla fjöldi er ca 46 folksbilar.

Skipið er mjög vel búið af siglingatækjum og björgunarbúnaði. 

 

Vildi bara þakka kærlega fyrir okkur um daginn. Suðureyjasiglingin á þriðjudeginum var hrikalega fín og allir kampakátir. Við fórum síðan í Flatey á fimmtudagsmorgninum – og ekki var sú upplifun síðri fyrir alla. Mæli svo sannarlega með þessu.HELGA BRYNDÍS