Siglingaáætlun

Viðskiptavinir Baldurs athugið:

Nýjar upplýsingar um stöðu mála varðandi viðgerð á Baldri

 
Unnið er að samsetningu vélar Baldurs og fer sú vinna fram hjá Framtaki í Garðabæ. Þar eru unnir langir dagar við verkefnið.
Nú er því miður ljóst að ekki verður hægt að senda vélina til Stykkishólms í þessari viku eins og að var stefnt. Nú er stefnt á að vélin fari vestur fyrr en í byrjun næstu viku. Þá tekur við ísetning og stilling sem tekur að sögn um 10 daga. Þetta þýðir að Baldur mun ekki hefja siglingar aftur fyrr en um 18.-20. Janúar.
 
Við biðjumst velvirðingar á þessari töf og þeim óþægindum sem fjarvera Baldurs skapar þeim sem ætluðu að nota sér ferðir ferjunnar.
 
Starfsfólk Sæferða

 

Farþegar athugið

Vegna öryggissjónarmiða þarf að breyta áætlun Særúnar sem hér segir:

Föstudagar
Frá Stykkishólmi kl. 13:00
Frá Flatey kl.14:15
Frá Brjánslæk kl.15:00

Sunnudagar
Frá Stykkishólmi kl. 13:00
Frá Brjánslæk kl. 15:00
Flatey kl. 15:45


Nauðsynlegt er að bóka í allar ferðir Særúnar. Vinsamlegast fylgist vel með facebooksíðu Sæferða og á saeferdir.is

____________________

 

 

Viðskiptavinir ferjunar Baldurs athugið.

 Frá og með 17. nóvember verður sett inn aukaferð með Baldri á föstudögum.

Brottfarartímar á föstudögum vera sem hér segir:

Stykkishólmur 10:30* og 16:15.

Brjánslækur 13:30* og 19:15.

*Ath. Ekki er stoppað í Flatey í þessari ferð.

 

Vetraráætlun (1. sept - 2017 til 31. maí 2018) Sunnudaga til föstudaga

Stykkishólmur: Brjánslækur:
15:00 18:00     

Ath. Laugardagar 2. og 9. September 2017 er siglt kl. 9:00 frá Stykkishólmi og 12:00 frá Brjánslækur.Ekki er siglt á laugardögum frá 16. september 2017 til og með 12. maí 2018 nema aukaferðir séu sérstaklega auglýstar.

Áætlun fyrir aukaferðir: Kl. 9:00 frá Stykkishólmi og 12:00 frá Brjánslæk

Laugardagsferðir 19.& 26.5.2018 

Dagar sem ferjan siglir ekki eru eftirfarandi:
Aðfangadag 24. 12.  og Jóladag 25.12. 2017

Gamlarsdag 31.12.2017  og  Nýársdag 01.01.2018

Föstudaginn langa 30.03. 2018

Páskadag 01.04.2018
Sumaráætlun (1. júní - 31. ágúst 2018)

Vinsamlegast athugið að áætlunin getur tekið breytingum.

Stykkishólmur: Flatey (til Brjánslækjar): Brjánslækur: Flatey (til Stykkishólms):
09:00 10:30 12:15 13:15
15:45 17:15 19:00 20:00

athugið: engin ferð Sjómannadaginn 3. Júni 2018