Þjónusta um borð

Faþegarsalurinn um borð í Baldri er fyrir ofan bíladekkið. Þar bjóðum við upp á úrval veitinga. Hægt er að kaupa heita og kalda rétti, drykki og sælgæti. Þægilegt er að panta máltíðir fyrir fram fyrir hópa. Kynnið ykkur hópmatseðillinn okkar en hægt er að fá hann sendan í tölvupósti. Vinsamlega sendið póst á seatours@seatours.is.  

Gæludýr eru velkomin á sérstökum svæðum í ferjunni Baldri. Hundar þurfa vera í bandi eða búri. Frekari upplýsingar gefur áhöfnin.

Barnahorn er í matsalnum og þar má finna sjónvarp og leikföng sem hjálpa til að láta tímann líða hraðar fyrir okkar ungu farþega

WIFI
Frí þráðlaus nettenging er um borð Í Baldri