Herjólfur

Herjólfur er bílferja sem siglir á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.

Ferjan tekur um 52 fólksbíla og 390 farþega. Öll aðstaða um borð er hin þægilegasta og ekki síst útisvæðið þar sem á þilfari eru bekkir fyrir þá sem kjósa að njóta stórbrotins útsýnisins og ferska sjávarloftsins á meðan á ferðinni stendur.

Skipið er 3.354 brúttótonn að stærð. Ganghraði skipsins er 14 sjómílur, sem þýðir að það tekur um 35 mínútur að sigla á milli Vestamannaeyja og Landeyjahafnar. Skipið er mjög vel búið af siglingatækjum og björgunarbúnaði samkvæmt alþjóðlegum SOLAS kröfum.

Herjólfur

Tölulegar upplýsingar

Skipið er 3.354 brúttótonn að stærð. Lengd þess er 70,5 metrar og breidd þess 16 metrar.  Skipið hefur tvær aðalvélar en hvor þeirra er 2.700 KW. Ganghraði skipsins er 16 sjómílur, sem þýðir að það tekur um 40 mínútur að sigla á milli Vestamannaeyja og Landeyjahafnar. Í skipið komast 388 farþegar og 60 fólksbílar í hverja ferð.  

Skipið er mjög vel búið af siglingatækjum og björgunarbúnaði samkvæmt alþjóðlegum SOLAS kröfum.