Þjónusta um borð

Veitingar Í veitingasalnum um borð í Særúnu er huggulegt að setjast niður og njóta umhverfisins. Boðið er upp á smárétti, heita og kalda drykki, sælgæti og sætabrauð.
Við getum boðið upp á ýmsar tegundir af súpu fyrir stærri hópar. 
Gæludýr Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr um borð í Særúnu.

BílastæðiNæg bílastæði eru við höfnina fyrir neðan Súgandisey og við hafnarsvæðið.

HVERNIG KEMST ÉG Á STAÐINN?

Einnig er hægt að fara yfir sumartímann (júni-júli-ágúst) á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum með Snæfellsnes Excursions í Vikingasushiferðina. Nánari upplýsingar á www.sfn.is en þeir keyra frá Hörpu í Reykjavík.
Strætó fer daglega frá Reykjavík til Stykkishólms yfir sumartímann.