Leiðbeiningar

Þegar bókað á netinu þá eru þetta skrefin

Ef þú ætlar að vera í Flatey yfir nótt eða bara sem "stopp over" þá bókar þú ferðina yfir fjörðinn Stykkishólmur - Brjánslækur eða öfugt og sendir okkur síðan bókunarnúmerið og hvað þið viljið vera lengi í eyjunni á seatours@seatours.is. Vinsamlegast athugið, ef gist á Hótel Flatey, þá er ekki hægt að bóka online, þá þarf að senda okkur email til að bóka. 

  1. Veldu brottfararstað
  2. Veldu brottfarar dagsetningu og komu ef þú vilt fara fram og til baka (nauðsynlegt ef farið er til Flateyjar)
  3. Hvað eru margir að ferðast - velur með því að ýta á 1 farþegi dálkinn og velur með + hvað eru margir fullorðnir, eldri borgarar ofl.
  4. Velur síðan Leita að ferð
    Nú sérðu valmöguleikana með brottfaratíma
  5. Veldu tímasetningu
  6. Ef þú ert að ferðast á bíl þá þarfst þú að smella á Bæta við farartæki
  7. Ef þú hefur bætt við farartæki þá er fólksbifreið ekki breiðari en 2 metrar og ef þú ert ekki viss um
    bílnúmer þá velur þú bílaleigubíll.
    Mikilvægt að bóka rétta lengd á bíl og einnig lengd á eftirvagni ef ferðast með með þannig tæki.
    Röng lengd getur haft þær afleiðingar að ekki sé pláss fyrir viðkomandi bíl eða eftirvagn.
  8. Því næst velur þú áfram og fyllir út upplýsingar um farþega - ef þú ert ekki með kennitölu þá er í lagi
    að skrifa 10*0 í þann dálk.
  9. Næst koma greiðsluupplýsingar - við tökum ekki við American Express
  10. Þú munt síðan fá miðana og staðfestingu í tölvupósti
  • Afbókun sem gerð er með meira en 24 klukkustunda fyrirvara felur í sér 5% afbókunargjald.
    Afbókun sem gerð er með minna en 6-24 klukkustunda fyrirvara felur í sér 50% endurgreiðslu. Afbókun minna en 5 klukkustunda fyrirvara felur í sér enga endurgreiðlsu.  

Gríðalega mikilvægt við bókun að gera upp rétta lengd á bíl og sérstaklega eftirvögnum (hjólhýsum, tjaldvögnum, fellihýsum, kerrum oþh.). Mikilvægt að gera ráð fyrir lengd á dráttarbeisli.
Ef röng lengd, of stutt, er bókuð getur það haft þær afleiðingar að ekki sé pláss fyrir viðkomandi bíl og/eða dráttarvagn um borð.

Góða ferð