Leiðbeiningar

Þegar bókað á netinu þá eru þetta skrefin

Ef þú ætlar að vera í Flatey yfir daginn eða yfir nótt þá bókaru ferðina yfir fjörðinn Stykkishólmur - Brjánslækur eða öfugt og sendir okkur síðan bókunarnúmerið og hvað þið viljið vera lengi í eyjunni á seatours@seatours.is

 1. Veldu brottfararstað
 2. Veldur brottför dagsetningu og komu ef þú vilt fara fram og til baka ( nauðsynlegt ef farið er til
  Flateyjar bara)
 3. Hvað eru margir að ferðast - velur með því að ýta á 1 farþegi dálkinn og velur með + hvað eru
  margir fullorðnir, eldri borgarar ofl.
 4. Velur síðan Leita að ferð
  Nú sérðu valmöguleikana með brottfaratíma
 5. Veldu tímasetningu
 6. Ef þú ert að ferðast á bíl þá þarftu að smella á Bæta við farartæki
 7. Ef þú hefur bætt við farartæki þá er fólksbifreið ekki breiðari en 2 metrar og ef þú ert ekki viss um
  bílnúmer þá veluru bílaleigubíll
 8. Því næst veluru áfram og fyllir út upplýsingar um farþega - ef þú ert ekki með kennitölu þá er í lagi
  að skrifa 10*0 í þann dálk.
 9. Næst koma greiðsluupplýsingar - við tökum ekki við American Express
 10. Þú munt síðan fá miðana og staðfestingu í tölvupósti
 • Ef þú afbókar ferðina með meira en 24 klukkustunda fyrirvara endurgreiðum við 95%
  af miðaverði
 • Ef þú afbókar innan 24 klukkustunda fyrir brottför þá tökum við 3000 kr
  afbókunargjald.

Góða ferð