Baldur – slipptaka 2.5.-16.5. 2021 (uppfært 11.5.) menu o

Baldur slipptaka. (uppfært 11.5.2021)
Vinnan í slipp gengur skv. á áætlun.
Ráðgert er að Baldur verði kominn á flot á allra næstu dögum, jafnvel mögulega á morgun miðvikudag. Ef það gengur eftir eru nokkur verk sem voru á verkefnalistanum óunnin og verða þau kláruð við bryggju.
Eftir það er að stilla, setja í gang, sigla prufusigling og svo sigla í Hólminn á laugardag eða sunnudag.


Baldur – ferja í slipp í maí. 
Ferjan Baldur mun fara í slipptöku í byrjun maí.
Um er að ræða hefðbundna og reglubundna slipptöku sem framkvæmd er á þurru landi annað hvert ár.
Slipptakan fer fram í Reykjavík frá 2.maí og gera áætlanir ráð fyrir um 2 vikum. Á verkefnalista er vélskoðun og bolskoðun.
Áætlun Særún á meðan ferjan Baldur er í slipptöku 2.-16. maí 2021 - ath báturinn fer bara í Flatey EKKI yfir á Brjánslæk.
  frá Stykkishólmi frá Flatey 

sun. 2. maí 

15.00

17.00

þrið  4. maí

15.00

17.00

föst  7. maí

15.00

17.00

sun   9. maí

15.00

17.00

þrið 11. maí

15.00

17.00

föst  14.maí

15.00

17.00

laug  15.maí

ATH 13.30      

ATH 15.30     

sun   16. maí

15.00

17.00

 
Nánar um farþegaferjuna Særúnu: 
https://www.saeferdir.is/um-ferjurnar/saerun/

Sæferðir ehf