Bókanir í klefa og kojur

Nú er hægt að bóka kojur/klefa í þær ferðir sem færast yfir í Þorlákshöfn verði ófært í Landeyjahöfn.
 
Um er að ræða ferðir frá Vestmannaeyjum 08:30 og 16:00 og frá Landeyjahöfn 12:45 og 19:45 út árið 2018.
En þessar ferðir færast sjálfkrafa yfir í ferðir til/frá Þorlákshöfn sé ófært í Landeyjahöfn og siglt til Þorlákshafnar.
Nánar um það: https://www.saeferdir.is/um-ferjurnar/herjolfur/siglingaaaetlun/
 
Verði siglt til Landeyjahafnar verða kojur/klefar sem hafa verið bókaðir endurgreiddir en kojur/klefar eru eingöngu í boði þegar Herjólfur siglir til Þorlákshafnar.