HERJÓLFUR - AFSLÁTTAKORT - UPPFÆRT 29.5.2019– ENDURGREIÐSLA.

AFSLÁTTAKORT – UPPFÆRT 29.5.2019 - ENDURGREIÐSLA
Vinna við útgreiðslu hefur gengið ágætlega. Mjög mikill fjöldi hefur sent inn fyrirspurn um stöðu og upplýsingar um reikningsnúmer. Búið er greiða út um 80% af innsendum fyrirspurnum.
Áfram verður haldið í byrjun júní að klára það sem nú stendur útaf.

 

Við viljum hvetja þá sem eiga eftir að senda inn skeyti vegna inneignar að gera það.
Þeir sem þegar hafa sent skeyti á herjolfur@seatours.is en ekki fengið greiðslu eru beðnir að bíða aðeins lengur, allt er þetta í ágætri vinnsu en vegna fría hefur vinnan aðeins tafist, afsakið það.


Upphafleg skilaboð:
Sæferðir ehf. hafa að beiðni frá Vegagerðinni tekið að sér að endurgreiða viðskiptamönnun út inneignir á afsláttarkortum þar sem með nýjum rekstraraðila verður tekið upp nýtt kerfi hvað afsláttarkjör varðar.
Þeir sem eiga inneign á afsláttkorti eða vilja senda inn fyrirspurn vegna þessa eru beðnir að senda tölvupóst á herjolfur@seatours.is.

Skeytinu þarf að fylgja:
Nafn, kennitala og bankareikningsnúmer fyrir endurgreiðslu.

Opið verður fyrir endurgreiðslu til 31.7.2019 eða í fjóra mánuði en það gildir um þetta eins og margt annað að best er að skella sér í að klára sem fyrst

Rétt er að minna á að ef inneign á afsláttkorti er td. 10.000. kr er raun inneign til endurgreiðslu kr 6.000 þar sem 40% afslátturinn lagðist strax ofan á greidda inneign, þ.e. við kaup á afsláttakorti og með greiðslu kr. 34.500 kr myndaðist inneign kr. 57.500.-