Herjólfur siglingar laugardaginn 30. mars

 

Að beiðni nýs rekstraraðila Herjólfs (Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf.) viljum við koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:
Varðandi siglingar laugardaginn 30. mars.
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar að minnsta kosti fyrri ferð.
Brottför frá Vestmannaeyjum 07:00
Brottför frá Þorlákshöfn 10:45
Farþegar sem áttu bókað til Landeyjahafnar 07:00 verða færðir í ferð til Þorlákshafnar 07:00.
Farþegar sem áttu bókað frá Landeyjahöfn 10:45 verða færðir í ferð frá Þorlákshöfn 10:45.
Ferðir klukkan 08:15, 09:30, 12:00, 13:15 falla því niður, farþegar sem eiga bókað í þessar ferðir vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu sem fyrst og láta færa sig í aðrar lausar ferðir eða fá endurgreitt, sími 481 2800, opið til 19:15 í kvöld.