Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað er tilkynnt, í vetraráætlun.

Dýpi í og við Landeyjahöfn var mælt bæði í gær og dag og ljóst að ekki er nægt dýpi til að sigla til Landeyjahafnar. Herjólfur siglir því til Þorlákshafnar þar til annað er tilkynnt.
Frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun hefur hún verið opnuð í seinni hluta marsmánaðar og er stefnt að því að þannig verði einnig í ár.

Brottför frá Vestmannaeyjum 8:30, 16:00

Brottför frá Þorlákshöfn 11:45, 19:15
Farþegar sem eiga bókað til/frá Landeyjahöfn 8:30/12:45 færast í ferðir til frá Þorlákshöfn 8:30/11:45.

Farþegar sem eiga bókað til/frá Landeyjahöfn 16:00/19:45 færast í ferðir til frá Þorlákshöfn 16:00/19:15.

Ferðir frá Vestmannaeyjum 11:00, 13:45, 18:45, 21:00 og frá Landeyjahöfn 9:45, 14:45, 17:10, 22:00 falla niður og þurfa farþegar sem eiga bókað í þær að hafa samband við afgreiðslu í síma 481 2800 og láta færa sig í aðrar lausar ferðir eða fá endurgreitt.