Mikilvæg tilkynning vegna sumar 2020

Kæru viðskiptavinir

Fréttir af komandi sumri hjá Sæferðum á þessum fordæmalausu tímum hér á landi og um heim vegna COVID-19.

Vegna ástandsins neyðumst við til þess að endurskipuleggja áætlun okkar fyrir bæði skipin, bíla- og farþegaferjuna Baldur og skoðunarbátinn Særún fyrir sumarið 2020, sú vinna er nú í gangi.

Um leið og við höfum frekari fréttir og ný áætlun fyrir sumarið 2020 verður tilbúin munum við setja allar upplýsingar hér á heimasíðuna Sæferða.

Við vitum að allir skilja stöðuna og vonum að þegar þetta ástand er yfirstaðið getum við tekið upp þráðinn eins og áður.

Bestu kveðjur,

starfsfólk Sæferða