Varðandi bókanir í Herjólf

Nýr rekstraraðili tekur við rekstri Herjólfs 30. mars 2019.

Eimskip hefur sett í sölu fyrir þá ferðir frá 30. mars - 30. nóvember 2019.

Nýr rekstraraðili mun ekki nota afsláttarkort eins og núverandi samningur um rekstur kveður á um, því er ekki leyfilegt að greiða ferðir sem farnar eru frá 30. mars með afsláttarkorti og eins og staðan er núna þá er hægt að nota það til að greiða ferðir sem bókaðar eru á netinu.

Farþegar sem vilja nýta afsláttarkortin sín núna til og með 29. mars, þurfa sem stendur að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481 2800.

Farþegar sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum geta bókað sig í Herjólf og fengið 50% afslátt. Þeir sem gera það þurfa að geta sýnt fram á búsetu í Vestmannaeyjum þegar kemur að brottför. 

Afsláttur þessi er eingöngu ætlaður þeim sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum.