Brjánslækur

Vestfirðir eru í heild sinni sannkölluð náttúruperla. Þetta er svæði sem allir sem hafa áhuga á ferðalögum innanlands ættu að heimsækja.

3klst & 15 min Áætluð sigling

Ferjan Baldur siglir allt árið til Brjánslækjar á Vestfjörðum. Vestfirðir eru í heild sinni sannkölluð náttúruperla. Þetta er svæði sem allir sem hafa áhuga á ferðalögum innanlands ættu að heimsækja. Brjánslækur er fornt höfuðból og kirkjustaður við mynni Vatnsfjarðar. Þar er ferjustaður og gömul skelfiskverksmiðja. Innanvert við Brjánslæk eru friðlýstar tóftir, Flókatóftir, en munnmæli herma að þar hafi Hrafna-Flóki búið.


Ferjan Baldur er þægilegur ferðamáti fyrir þá sem hafa hug á að heimsækja Vestfirðina. Siglingin yfir Breiðafjörð tekur um 2,5 klst og á meðan geta farþegar slakað á og notið útsýnis yfir eyjarnar óteljandi.Yfir sumartímann stoppar ferjan í flestum ferðum í eyjunni Flatey og lengist þá ferðatíminn sem stoppinu nemur.


Um það bil 45 mínútna akstur er til Patreksfjarðar sem er næsti þéttbýlisstaður.

 

Gjaldskrá    |    Siglingaáætlun

Brjánslækur er fornt höfuðból og kirkjustaður við mynni Vatnsfjarðar